55. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 26. apríl 2017

55. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 26. apríl 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður, Arnheiður Rán Almarsdóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum:
Leigufélag Hvamms ehf: Ósk um áframhaldandi stuðning við félagið - 1704013
Vöktun á lífríki Mývatns - 1704014
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við undir dagskrárliðum nr. 13 og 14.

 

1. Staða fráveitumála – 1701019

Unnið er að umbótaáætlun Skútustaðahrepps í kjölfar kröfu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tímasetta úrbótaáætlun í fráveitumálum fyrir þéttbýlin í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem skila á fyrir 17. júní 2017. Úrbótaáætlunin verður með þeim fyrirvara að hún verður algjörlega háð fjármögnun frá ríkisvaldinu. Sveitarstjórn hefur ákveðið að halda fræðslu- og upplýsingafund um fráveitumál 8. maí n.k. fyrir sveitarstjórn og rekstraraðila sem fengu sambærileg bréf frá heilbrigðiseftirlitinu. Í tengslum við þann fund hefur verið óskað eftir að umhverfis- og auðlindaráðherra eða fulltrúi ráðuneytisins verði með erindi á fundinum þar sem fjallað verði um aðkomu ríkisvaldsins að fráveitumálunum. Þrátt fyrir ítrekanir þar um hefur ráðuneytið enn ekki svarað því hvort ráðherra eða fulltrúi hans muni hafa aðkomu að fundinum.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
Mánudagur 8. maí kl. 13:00, Hótel Seli:
Kl. 13:00 Reynir Sævarsson verkfræðingur frá EFLU, kynning og fyrirspurnir vegna fráveituskýrslu.
Kl. 13:45 Magnús Ólafsson jarðefnafræðingur frá Íslenskum orkurannsóknum, kynning og fyrirspurnir vegna niðurdælingu.
Kl. 14:30-14:45 Fundarhlé.
Kl. 14:45-15:30 Íris Þórarinsdóttir tæknistjóri fráveitu hjá Veitum, kynnir fráveitumál í Borgarfirði.
Kl. 15:30-16:00 Opinn dagskrárliður (búið að bjóða umhverfisráðherra eða fulltrúa hans).
Kl. 16:00-16:30 Tekin ákvörðun um næstu skref.
Þá hefur sveitarstjórn í tvígang óskað formlega eftir fundi með umhverfis- og auðlindaráðherra til að fara yfir aðkomu ríkisins að fráveitumálum í Skútustaðahreppi án árangurs. Sveitarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með það.
Rétt er að ítreka bókun frá 53. fundi sveitarstjórnar, 22. mars s.l.: "Kröfur um úrbætur í fráveitumálum er eins og Heilbrigðiseftirlitið vísar til, má að verulegu leyti rekja til verndarlaganna um Mývatn og Laxá, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 665/2012. Í 9. gr. laganna kemur fram: "Kostnaður við framkvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum."
Ákvæði verndarlaganna stefndu ekki að því í upphafi að leggja auknar fjárhagslegar byrðar á Skútustaðahrepp, en sýnt er að slíkar kröfur eru komnar fram. Þær eru íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess og verður að skoða út frá jafnræðissjónarmiðum og þeim grundvallar hagsmunum sem liggja að baki verndarlögunum. Vernd Mývatns má rekja til einstakrar stöðu vatnsins og alþjóðlegra skuldbindinga ríkisins gagnvart svæðinu. Kröfur um gerð úrbótaáætlunar eru því einnig málefni sem varðar ríkið."

 

2. Reykjahlíðarskóli: Útboð á skólaakstri – 1703010

Framhald frá 53. fundi sveitarstjórnar. Samningar um skólaakstur fyrir Reykjahlíðarskóla renna út í vor.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framlengja gildandi samninga við núverandi bílstjóra, Egil Freysteinsson og Gísla Rafn Jónsson, um eitt skólaár í ljósi þess að haustið 2018 eru fyrirsjáanlegar talsverðar breytingar vegna breyttrar búsetu skólabarna sem kallar á breytingar á skipulagi skólaaksturs.
Þá hefur skólanefnd samþykkt að kanna betur hvort bjóða eigi upp á akstur fyrir leikskólabörn gegn gjaldi. Jafnframt hefur skólanefnd samþykkt sbr. 3. gr. reglugerðar 656/2009 um skólaakstur í grunnskóla að leggja fram reglur um skólaakstur í Skútustaðahreppi fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

3. Kröflulína 3: Beiðni um umsögn – 1703018

Framhald frá síðasta fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd um að valin verði leið B4 við Kröfluvirkjun og telur legu línunnar innan sveitarfélagsmarka Skútustaðahrepps þá skástu sem völ er á.
Áhrif loftlína á útsýni og upplifun víðerna eru óumflýjanleg. Að mati sveitarstjórnar Skútustaðahrepps krefjast tvö svæði sérstakrar viðbótarskoðunar í þessu samhengi:
-Við aðkomu inn á hálendið, á vegi F88 við Ferjuás. Skv. korti 32 (“sýnileikakort-mismunur”) mun sýnileiki aukast umtalsvert. Af þeim sökum óskar sveitarstjórn þess að gerð verði könnun á áhrifum jarðstrengs á 5 km kafla frá Jökulsá í átt að Glæðum, með tilliti til bestu legu í landinu miðað við lágmörkun jarðrasks. Samhliða verði skoðaður möguleikinn á að eldri lína færi jafnframt í jörð á umræddu svæði.
-Sunnan þjóðvegar 1, austur Mývatnsöræfi. Í skýrslum eru sýndar myndir af stálmöstrum við Vegasveina. Miðað við fyrirliggjandi líkanamyndir, telur sveitarstjórn Skútustaðahrepps M-stálröramöstur ákjósanlegust með tilliti til lögunar, en gæta verði að áferð svo endurkast frá þeim verði í lágmarki. Hæð stálmastra og litur stingur þó augljóslega í stúf hvort heldur sem þau ber við loft eða í svart eldhraunið. Af þeim sökum óskar sveitarstjórn Skútustaðahrepps eftir samanburðarmyndum af trémöstrum við Vegasveina, sambærilegar þeim myndum sem birtar hafa verið fyrir aðrar mastragerðir. Trémöstur þurfa vitanlega að standa mun þéttar (vera fleiri) en stálmöstur, en hæð þeirra og litur gætu fallið betur að landslagi - og uppsetning þeirra virðist á sama tíma valda minna raski en stálmastra. Ekki er hægt að útiloka nema með samanburðarmyndum að sjónræn áhrif trémastra yrðu minni en af stálmöstrum.
Vegna fyrirspurnar frá Skipulagsstofnun bendir sveitarstjórn á að Skútustaðahreppur hefur skipulagsvaldið í sveitarfélaginu og er einnig leyfisveitandi vegna útgáfu framkvæmdaleyfa skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

 

4. Reykjahlíðarskóli: Bókun 1 – 1704002

Hverju sveitarfélagi var falið að greina ítarlega breytingar á starfsumhverfi kennara sem fylgdu kjarasamningi árið 2014 s.s. vegna breytinga á vinnutímakafla og framkvæmd vinnumats sem innleitt var í grunnskólum.
Verkefnið var unnið samkvæmt aðgerðaráætlun sem undirbúin var með hliðsjón af vegvísi samstarfsnefndar þannig að hún verði í megin atriðum samræmd milli sveitarfélaga. Við gerð aðgerðaráætlunar var haft samráð við skólastjóra.
Niðurstöður skal nýta til að gera umbætur á framkvæmd skólastarfs innan ramma gildandi kjarasamnings. Misjafnt getur verið eftir sveitarfélögum og skólum hvort eða til hvaða umbóta er nauðsynlegt að grípa.
Allir fimm grunnskólakennarar Reykjahlíðarskóla tóku þátt í þessari vinnu ásamt skólastjóra. Sveitarstjóri var fulltrúi sveitarstjórnar.
Sveitarstjóri kynnti lokaskýrslu þessarar vinnu og umbótaáætlun fyrir Reykjahlíðarskóla. Varðandi beiðni um aukin fjárútlát er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar hvers árs.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með áætlunina og vinnuna á bak við hana.

 

5. Fjarskiptafélag Mývatnssveitar – 1612002

Afgreiðslu málsins frestað.

 

6. Markaðsstofa Norðurlands: Flugklasinn Air 66N - 1703025

Framhald frá síðasta fundi. Flugklasinn óskar eftir styrk til að fjármagna starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 2 ár (2018-2019) eða 129.600 kr. fyrir sitt hvort árið.
Lögð fram svör Hjalta Páls Þórarinssonar verkefnastjóra Air 66N við fyrirspurnum sveitarstjórnar.
Sveitastjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að styrkja verkefnið. Friðrik Jakobsson greiðir atkvæði á móti. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 129.600 sem bókast á lykil 21-01-2960 og fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn leggur áherslu á að skoðaðir verði aðrir möguleikar en Akureyrarflugvöllur fyrir staðsetningu millilandaflugvallar á Norðurlandi.
Sveitarstjórn samþykkir bókunina samhljóða.

 

7. Jarðböðin: Aðalfundur 2016 – 1704011

Aðalfundur Jarðbaðanna fer fram 28. apríl n.k. 11:00.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara með umboð Skútustaðahrepps á fundinum.

 

8. Mývatnsstofa: Aðalfundur – 1704007

Aðalfundur Mývatnsstofu var haldinn 18. apríl s.l. Lögð fram skýrsla stjórnar og ársreikningur. Sveitarstjóri hefur tekið sæti í starfsstjórn Mývatnsstofu fyrir hönd Skútustaðahrepps.
Á aðalfundi Mývatnsstofu var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að 20 milljónir króna með sölu á nýjum hlutum á genginu 1. Jafnframt var samþykkt að afnema forkaupsréttarákvæði í samþykktum félagsins og gefa meðferð hluta frjálsa.

 

9. HSÞ: Ársskýrsla 2016 – 1704009

Ársþing Héraðssambands Þingeyinga var haldið 13. mars s.l. en þar eru Golfklúbbur Mývatnssveitar, íþrótta- og ungmennafélagið Mývetningur og Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar aðildarfélög.
Lögð fram skýrsla stjórnar og ársreikningur.

 

10. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir – 1611030

Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. frá 24. apríl 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 3 liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

11. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

12. Forstöðumannafundir: Fundargerðir – 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar Skútustaðahrepps frá 25. apríl 2017 lögð fram.

 

13. Leigufélag Hvamms ehf: Ósk um áframhaldandi stuðning við félagið – 1704013

Fyrir liggja drög að ársreikningi félagsins fyrir árið 2016 sem sýna fram á hagnað að fjárhæð 14,3 millj. kr. að teknu tilliti til eftirgjafar skulda á árinu að fjárhæð 26,8 millj. kr. Viðvarandi tap hefur verið á grunnrekstri hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum og miðað við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2017 verður áfram tap á rekstri þess. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2016 kemur fram í efnahagsreikningi félagins að eigið fé félagsins er neikvætt um 40 mkr., sem að mestu er tilkomið vegna virðisrýrnunar á fasteignum félagsins á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 22,2% auk þess sem veltufjárhlutfall félagsins í árslok er einungis 0,26. Félagið reiðir sig því á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár (2017).
Þess er því óskað að eigendur félasins lýsi því yfir skriflega að þeir muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.
Sveitarstjórn samþykkir að styðja áfram við rekstur leigufélagsins Hvamms ehf. út þetta rekstrarár en telur brýnt að stjórn félagsins finni sem fyrst lausn á viðvarandi taprekstri félagsins.

 

14. Vöktun á lífríki Mývatns

Sveitarstjóra falið að boða fulltrúa RAMÝ, Umhverfisstofnunar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra á fund til að knýja fram samstarf um markvissari vöktun á lífríki og næringarefnum í Mývatni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020