54. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 12. apríl 2017

54. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 12. apríl 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður, Böðvar Pétursson varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Staða fráveitumála - 1701019

Í kjölfar kröfu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tímasetta úrbótáætlun í fráveitumálum fyrir þéttbýlin í Reykjahlíð og á Skútustöðum, var orðið við ósk sveitarstjórnar um fund með heilbrigðiseftirliti og Umhverfisstofnun. Á fundinum ítrekaði sveitarstjórn það fyrirheit að leggja fram úrbótaáætlun fyrir tilgreindan tíma en með þeim fyrirvara að hún verði algjörlega háð fjármögnun frá ríkisvaldinu. Í kjölfar fundarins, funduðu áðurgreindir aðilar með rekstraraðilum sem heilbrigðiseftirlitið hafði gert sambærilegar kröfur til.
Sveitarstjórn fundaði jafnframt með rekstraraðilum í kjölfar fundanna með heilbrigðiseftirliti og Umhverfisstofnun. Á þeim fundi var ákveðið að halda fræðslu- og upplýsingafund um fráveitumál fyrir sveitarstjórn og rekstraraðila 8. maí. Í tengslum við þann fund hefur verið óskað eftir að umhverfis- og auðlindaráðherra eða fulltrúi ráðuneytisins verði með erindi á fundinum þar sem fjallað verði um aðkomu ríkisvaldsins að fráveitumálunum.
Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti liggja öll endanleg gögn fyrir og komið að formlegri ákvörðun um fjárveitingu, sem liggur hjá ráðherra. Af þeirri ástæðu hefur sveitarstjórn óskað er eftir fundi um málið með umhverfis- og auðlindaráðherra sem fyrst.
Þá vinnur skipulagsnefnd að nýju deiliskipulagi fyrir Reykjahlíðarþorp með tilliti til fráveitumannvirkja. Sérfræðingur á vegum Eflu sat fund nefndarinnar þann 27. mars s.l. og gerði grein fyrir hugmyndum að fráveitukerfi í þéttbýlinu í Reykjahlíð auk þess að kynna nýútkomna skýrslu um fráveitumál í Mývatnssveit. Næsta skref er að vinna sambærilegt deiliskipulag fyrir þéttbýliskjarnann Skútustaði.
Sveitarstjóri, formaður skipulagsnefndar og skipulags- og byggingafulltrúi funduðu með Norðurorku í síðustu viku um hugsanlega aðkomu að rekstri veitna í Skútustaðahreppi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara í formlegar viðræður við Norðurorku um málið, með fyrirvara um aðkomu ríkisvaldsins með fjármögnun þegar kemur að fráveitumálum.

2. Kröflulína 4: Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála - 1704001

Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála um mál nr. 148/2016, kæra frá Landvernd og Fjöreggi á ákvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 26. október 2016 um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4. Jafnframt var gerð krafa um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar til bráðabirgða á meðan málið væri til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni, en þeirri kröfu var hafnað með úrskurði nefndarinnar uppkveðnum 24. nóvember 2016.
Úrskurðarnefndin hafnar öllum efnisatriðum kærunnar. "[E]r það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki verði séð að fyrir liggi þeir form- eða efnisannmarkar á undirbúningi og töku hinnar kærðu ákvörðunar sem leiða eigi til ógildingar hennar. Verður kröfu kærenda þar um því hafnað," segir í úrskurðinum.

3. Helluhraun 13: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1703021

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um eftirfarandi umsókn:
Hólmfríður Ásdís Illugadóttir, kt. 270946-3059, Helluhrauni 13, 660 Mývatni, sækir um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II (gististaður án veitinga).
Sveitarstjórn hafnar erindinu enda samrýmist þessi starfsemi, sala gistingar í flokki II, ekki gildandi deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð sbr. kafla 4.10 í greinargerð en þar segir: "Innan skipulagssvæðisins verður ekki heimilt að reka gistiheimili eða hótel á íbúðarlóðum. Sala á gistingu er einungis leyfileg í formi heimagistingar þar sem heimilismaður/fjölskylda hefur fasta búsetu og lögheimili í íbúðinni/húsinu, sem nýtt er undir starfsemina."
Með nýtilkominni reglugerðarbreytingu um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016, eru heimagistingu nú settar þrengri skorður en áður. Sveitarstjórn hefur ekki í huga að breyta áðurgreindum ákvæðum deiliskipulags í Reykjahlíðarþorpi með því að heimila þar meiri gistirekstur en heimagisting felur í sér, vegna neikvæðra áhrifa sem slíkt gæti haft á framboð íbúðarhúsnæðis til heilsársbúsetu.

4. Hænsnahald: Reglugerð - 1703015

Lögð fram tillaga að samþykkt um hænsnahald í Skútustaðahreppi utan skipulagðra landbúnaðarsvæða og skráðum lögbýlum.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktinni til umsagnar landbúnaðar- og girðinganefndar.

5. Gámasvæði: Opnunartími - 1704008

Lögð fram tillaga um breytingu á opnunartíma á nýja gámasvæðinu á Grímsstöðum sem hér segir:
Miðvikudaga frá kl. 15:00-16:00.
Laugardaga frá kl. 10:00-12:00.
Tillagan samþykkt samhljóða. Nýr opnunartími tekur gildi frá og með laugardeginum 15. apríl.

6. Hunda- og kattahald: Gjaldskrá - 1703024

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Skútustaðahreppi.
Skráningargjald fyrir hund er kr 2.848,-
Skráningargjald fyrir kött er kr. 2.848,-
Innifalið í leyfisgjaldi er númeraplata á ól og umsýslugjald sveitarfélagsins.
Líkt og segir í 8. gr. í samþykkt sveitarfélagsins um hunda- og kattahald nr. 22/2017 eru nytjahundar, þ.e. hundar sem menn þurfa á að halda vegna fötlunar sinnar, leitarhundar og hundar sem notaðir eru við búrekstur á lögbýlum undanþegnir þessu gjaldi.
Samkvæmt 3. gr. í samþykktinni skulu leyfishafar árlega, á tímbilinu október til nóvember, á eigin kostnað færa hunda sína til skoðunar og hreinsunar hjá dýralækni í samræmi við ákvæði XV. kafla reglugerðar nr. 941/2002, um hollustuhætti. Leyfishafar skulu fyrir árslok ár hvert framvísa á skrifstofu hreppsins kvittun fyrir ábyrgðartryggingu og vottorði frá dýralækni um hreinsun og skoðun hunds. Geri leyfishafi það ekki er sveitarfélaginu heimilt að innheimta nýtt skráningagjald.
Af hundum og köttum sem handsamaðir eru og fluttir í gæludýrageymslu Skútustaðahrepps samkvæmt 4. gr. samþykktar um hunda- og kattahald í Skútustaðahreppi 22/2017 skal eigandi greiða handsömunar-, fóður- og vistunargjald áður en honum er afhentur hundurinn/kötturinn á ný, kr. 5.200 vegna handsömunar í fyrsta sinn og 10.400 kr. í annað sinn.
Sveitarstjórn samþykkir nýja gjaldskrá samhljóða.

7. Alþingi: Umsögn um frumvarp til laga um bílastæðagjöld - 1703023

Lagt fram erindi dagsett 28. mars 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál 2017.
Frumvarpið felur í sér heimild til sveitarstjórna til að setja reglur um notkun stöðureita og gjaldtöku fyrir hana á landi í umráðum hennar, þar með talið á þjóðlendum innan marka sveitarfélagsins. Gjaldinu er ætlað að standa straum af kostnaði við gerð, viðhald og rekstur bílastæða eða bifreiðageymslna, þ.m.t. launum bílastæðavarða. Einnig fellur undir gjaldtökuheimildina kostnaður við uppbyggingu, viðhald og rekstur á þjónustu í tengslum við bílastæði, svo sem salernisaðstöðu, göngustíga og tengingu við önnur samgöngumannvirki.
Lagasetningin nýtist vel þeim sveitarfélögum sem fara með umsjá ferðamannastaða víða um land og auka möguleika þeirra til þess að hraða uppbyggingu á þeim. Frumvarpið er í öllum meginatriðum í góðu samræmi við ábendingar sem fram koma í skýrslu starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um leiðir til að auka tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið en ítrekar mikilvægi þess að heildstæð stefna verði mótuð um gjaldtöku á ferðamannastöðum þannig að gestir upplifi það ekki svo að hvert augnablik sé gjaldskylt.

8. Garðar Finnsson: Umsókn um hænsnahald - 1703014

Lögð fram umsókn frá Garðari Finnssyni, Birkihrauni 12, um leyfi til að hafa 3-4 hænur.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina sem tekur gildi um leið og reglugerð um hænsnahald (sbr. 4. dagskrárliður) hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

9. Málefni Skútusjóðs - 1701014

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra varðandi niðurlagningu á sjálfseignarstofnuninni Sjóðurinn Skúta í Mývatnssveit nr. 1306 á sjóðaskrá að beiðni sveitarstjórnar. Með vísan til 2. mgr., 6. gr. laga nr. 19/1988 og umsagnar Ríkisendurskoðunar hefur embættið samþykkt að leggja ofangreindan sjóð niður.

10. Markaðsstofa Norðurlands: Flugklasinn Air 66N - 1703025

Lagt fram erindi dagsett 29. mars 2017 frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Air 66N. Í erindinu kemur meðal annars fram að sveitarfélög á Norðurlandi hafi um árabil stutt við starf flugklasans með sérstökum fjárframlögum. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að fjármagna starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 2 ár (2018-2019).
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við forvarsmenn Air 66N verkefnisins til að fá nánari upplýsingar um framgang verkefnisins.

11. Mýsköpun: Aðalfundur 2016 - 1703016

Aðalfundur Mýsköpunar hf. var haldinn 10. apríl 2017. Lögð fram skýrsla stjórnar og efnahags- og rekstrarreikningar.

12. Mývatnsstofa: Aðalfundur - 1704007

Aðalfundur Mývatnsstofu ehf. verður haldinn 18. apríl n.k. kl. 14:00. Sveitarstjórn felur Þorsteini Gunnarssyni sveitarstjóra að fara með umboð Skútustaðahrepps á fundinum.

13. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

14. Stofnun ungmennaráðs - 1703022

Lagt fram bréf frá Umboðsmanni barna. Þar er vakin athygli á því að í samræmi við 2. mgr. 11. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007 ber sveitastjórnum að hlutast til um að stofnuð séu sérstök ungmennaráð. Hlutverk ráðsins er m.a. að vera sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnirnar skulu setja sér nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráðið.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

15. Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir - 1702003

3. liður fundargerðar; framtíð rekstrar og húsnæðismála Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 29. mars 2017 ásamt fylgiskjölum, lagður fram.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að tillögu og viljayfirlýsingu aðildarsveitarfélaganna Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps, um framtíðarskipan hjúkrunarmála í sveitarfélögunum í samstarfi við ríkið.

16. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 36. fundar skipulagsnefndar frá 27. mars 2017. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 6. apríl 2017. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Liður 1. Jarðböðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi
Sveitarstjórn heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi á kostnað Jarðbaðanna með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Í ljósi áforma um skipulag hótelbyggingar á umræddu skipulagssvæði, minnir sveitarstjórn á yfirstandandi vinnu við stefnumótun í ferðaþjónustu í Skútustaðahreppi.
Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar í samráði við umsækjanda, þar sem efni skipulagslýsingar og væntanlegar byggingarfamkvæmdir verði kynntar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.
Liður 4. Kröflulína 3: Beiðni um umsögn
Afgreiðslu málsins frestað.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

17. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Fundargerð frá 15. fundi skólanefndar frá 6. apríl 2017 lögð fram.
Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 6: Reykjahlíðarskóli: Frístundastarf.
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan um frístundastarf verði samþykkt til reynslu. Í þeim tilfellum þar sem nemendur eru ekki skráðir í frístund, standi skólaakstur til boða að loknum skóladegi.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um frístundastarf í Reykjahlíðarskóla til reynslu næsta skólaár.
Liður 7: Reykjahlíðarskóli: Skóladagatal og starfsáætlun 2017-2018
Skólastjóri lagði fram tillögu að kennslustundamagni fyrir skólaárið 2017-2018. Áætlað er að nemendafjöldi verði 32.
Vikulegur kennslustundafjöldi nemenda skólaárið 2017 - 2018 verður sá sami og í ár.
Kennslustundamagn fyrir allan skólann verði 145 kennslustundir á viku og 15 kennslustundir til sérkennslu. Samtals 160 kennslustundir á viku. Um er að ræða aukningu um eitt stöðugildi á milli skólaára sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2017.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Þá óskar skólastjóri eftir því að fá að ráða námsráðgjafa í 10% starf við skólann.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2017.
Liður 9: Samstarfssamningur: Félagsþjónusta/skólaþjónusta
Skólanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

18. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar Skútustaðahrepps frá 28. mars 2017 lögð fram.

19. Samorka: Fundargerðir - 1703013

Fundargerðir frá fagráðum Samorku lagðar fram.
Varðandi 1. og 4. dagskrárlið fagráðs um fráveitu er sveitarstjóra falið að leita eftir frekari upplýsingum um málin.

20. Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi: Fundargerðir - 1702004

Fundargerð frá 5. fundi stýrihóps um Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi þann 27. mars 2017 lögð fram.

21. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram til kynningar fundargerðir 848. og 849. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 24. mars og 31. mars 2017. Fundargerðirnar má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:40

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020