Heilsueflandi samfélag

  • Skútustađahreppur
  • 17. júlí 2017

Í júní 2017 skrifuðu Skútustaðahreppur og Embætti landlæknis (EL) undir samning um Heilsueflandi samfélag.

Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Í Heilsueflandi samfélagi er unnið kerfisbundið með lýðheilsuvísa, gátlista og önnur viðeigandi gögn til að meta stöðuna með tilliti til þarfa íbúa á öllum æviskeiðum og forgangsraða í samræmi við þá greiningu.  Meginmarkið samstarfsins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Skútustaðahreppi.

Skútustaðahreppur ber ábyrgð á starfinu m.a. með því að hafa starfandi stýrihóp, og eftir þörfum aðra samráðshópa, sem hittast reglulega og horfa heildstætt á málin m.t.t. ólíkra þarfa allra íbúa.

Samningur um Heilsueflandi samfélag

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR