Kirkjur

  • 17. júlí 2017

Reykjahlíðarkirkja

Í Mývatnseldum fyrri, 1724-1729, tók Reykjahlíðarbæinn af og hraunstraumurinn fór báðum megin við kirkjuna án þess að skemma hana. Guðlegri forsjón var þakkað. Kaþólskar kirkjur í Reykjahlíð voru helgaðar heilögum Lárentíusi.

Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1958-1962. Jóhannes Sigfússon á Grímsstöðum teiknaði hana og smíðaði. Hún tekur 120 manns í sæti og á marga góða gripi, m.a. skírnarsá, sem Jóhannes Björnsson á Húsavík skar út auk myndskurðar á prédikunarstólnum. Batikmyndirnar í kórnum eru eftir Sigrúnu Jónsdóttur.

Skútustaðakirkja

Er í Skútustaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi.  Skútustaðir eru bær, kirkjustaður og prestssetur við sunnanvert Mývatn.  Þar hefur verið kirkja frá fornu fari en prestssetur fyrst árið 1876.

Timburkirkjan með forkirkju og turni, sem nú stendur, var byggð 1861-63.  Hönnuður Þórarinn Benjamínsson frá Akurseli í Öxarfirði  Hún tekur um 100 manns í sæti.

Skútustaðakirkja er timburhús, 10,90 m að lengd og 6,22 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur tvískiptur turn. Neðri hluti hans er hár og breiður og á honum bryggjumyndað þak. Á því er lágur efri turn með hljómopum og hlera á hverri hlið og íbjúgu píramítaþaki. Kirkjan er klædd slagþili, þak trapisustáli, turnþök sléttu járni og hún stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju og hvorum stafni eru þrír gluggar með sex rúðum. Þeir sitja inni í veggjum sem nemur þykkt einangrunar utan á grind. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og bjór yfir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR