Ýmis félög

  • 17. júlí 2017

Fjöregg – félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit
Stofnað 27.febrúar 2014. Markmið félagsins er verndun náttúru og umhverfis Mývatnssveitar, sjálfbær umgengni sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja. Markmiðum sínum hyggst félagið m.a. ná með fræðslu, hvatningu og umræðu um náttúruverndarmál. Á stefnuskrá félagsins eru m.a. fræðslufundir um fráveitumál, sorpmál, jarðvarmavirkjanir, landgræðslu og sjálfbærni í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.
www.fjoregg.is • fjoregg@fjoregg.is  og fjoregg@gmail.com
Tengiliður: Ólafur Þröstur Stefánsson – formaður

Kvenfélag Mývatnssveitar
Tengiliður: Sólveig Jónsdóttir formaður, Skútahrauni 12, 660 Mývatnssveit
Sími 464 4104 / 849 7749
solveig@reykjahlidarskoli.is

Menningarfélagið Gjallandi
Þann 27. feb 2014 var haldinn í Skjólbrekku stofnfundur Menningarfélagsins Gjallanda. Tilgangur félagsins er að efla menningarstarfsemi í Mývatnssveit og tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að standa að menningar- og fræðslutengdum viðburðum. Stefnt er að því að virkja einstaklinga í skapandi starfi og efla vitund fólks um menningu og sögu. Jafnframt er markmiðið að ýta undir aukna menntun í Mývatnssveit með fjölbreyttu samstarfi við fræðasamfélagið. Enn fremur á félagið að vera vettvangur félagsmanna til að afla styrkja og stuðnings við menningartengd verkefni sem stjórn félagsins hefur samþykkt.
Tengiliður félagsins: Garðar Finnsson. gardarf1@mail.com


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR