Hunda- og kattahald

  • Skútustađahreppur
  • 11. maí 2017

Eyðublað - Umsókn um leyfi til hundahalds

GJALDSKRÁ fyrir hunda og kattahald í Skútustaðahreppi

1.gr.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur sett sveitarfélaginu samþykkt um hunda- og kattahald nr. 22/2017 skv. 4.gr laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,

2. gr.

Sveitarsjóður innheimtir skráningargjald sem ætlað er til að framfylgja samþykktinni fyrir þá hunda og ketti sem leyfi er veitt fyrir sbr. gjaldskrá þessari.

3. gr.

Gjaldskráin er sem hér segir:

Skráningargjald fyrir hund er kr 2.992,-

Skráningargjald fyrir kött er kr. 2.992,-

Skráningargjald er ekki endurgreitt við afskráningu. Innifalið í leyfisgjaldi er númeraplata á ól og umsýslugjald sveitarfélagsins.

Líkt og segir í 3. gr. í samþykkt sveitarfélagsins um hunda- og kattahald nr. 22/2017 skulu leyfishafar árlega, á tímbilinu október til nóvember, á eigin kostnað færa hunda sína til skoðunar og hreinsunar hjá dýralækni í samræmi við ákvæði XV. kafla reglugerðar nr. 941/2002, um hollustuhætti. Leyfishafar skulu fyrir árslok ár hvert framvísa á skrifstofu hreppsins kvittun fyrir ábyrgðartryggingu og vottorði frá dýralækni um hreinsun og skoðun hunds. Geri leyfishafi það ekki er sveitarfélaginu heimilt að rukka nýtt skráningagjald.

4. gr.

Af hundum og köttum sem handsamaðir eru og fluttir í gæludýrageymslu Skútustaðahrepps samkvæmt 4. gr. samþykktar um hunda- og kattahald í Skútustaðahreppi 22/2017 skal eigandi greiða handsömunar-, fóður- og vistunargjald áður en honum er afhentur hundurinn/kötturinn á ný, kr. 5.200 vegna handsömunar í fyrsta sinn og 10.400 kr. í annað sinn.

Óskráða hunda og ketti má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu skráningargjalds og annars áfallins kostnaðar.

5. gr.

Ofangreind gjaldskrá var samþykkt í sveitarstjórn Skútustaðahrepps 12. apríl 2017 og öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Skútustaðahreppi nr. 43/2017.

 

Samþykkt um hunda- og kattahald í Skútustaðahreppi.

I. KAFLI

Hundahald.

1. gr.

Hundahald er heimilað í Skútustaðahreppi að fengnu sérstöku leyfi sveitarstjórnar og að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í samþykkt þessari. Sækja skal um leyfi til hundahalds á skrifstofu Skútustaðahrepps á þar til gerðu eyðublaði.

2. gr.

Leyfi til hundahalds má veita lögráða einstaklingum, sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

Leyfið skal bundið við nafn og heimilisfang tiltekins einstaklings og er óheimilt að framselja það.

Alla hunda, sem leyfi er veitt fyrir, skal skrá á skrifstofu Skútustaðahrepps og gefa upplýsingar um: tegund, kyn , aldur, lit og önnur útlitseinkenni og nafn. Þá skal og skila nýrri ljósmynd af hundinum.

Sækja skal um leyfi fyrir hvolpa áður en þeir eru orðnir þriggja mánaða gamlir.

Númeruð plata, sem eigandi hunds fær afhenta þegar hundur er skráður skal ávallt vera í ól um háls hundsins.

Sé heimilisfangið sem leyfið er bundið í fjöleignarhúsi (svo sem parhúsi, raðhúsi eða blokk) skal afla samþykkis eigenda annarra íbúða í samræmi við ákvæði laga nr. 26/1994, um fjöleignarhús, og leggja fram skriflega.

Skylt er leyfishafa að hafa hund sinn ábyrgðartryggðan hjá viðurkenndu tryggingarfélagi, þannig að tryggt sé að trygging nái til alls þess tjóns, sem dýrið kann að valda mönnum, dýrum, gróðri og munum. Vottorð um ábyrgðartryggingu skal liggja fyrir við útgáfu leyfis og kvittun gegn greiðslu iðgjalds þegar hreinsun fer fram árlega.

3. gr.

Leyfishafar skulu fylgja eftirfarandi reglum:

Hundurinn skal ekki ganga laus á almannafæri. Undanþegnir eru þarfahundar, minkahundar, dýrhundar og sporhundar þegar þeir eru að störfum í gæslu eigenda eða umráðamanna og með sérstöku leyfi eftirlitshafa.

Þess skal gætt að hundurinn valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna.

Óheimilt er að fara með hund inn í húsrými og inn á lóðir sem fjallað er um í fylgiskjali 3 með reglugerð nr. 941/2002, um hollustuhætti, sbr. 19. gr. reglugerðarinnar, sjá þó ákvæði sömu greinar reglugerðarinnar um heimildir fatlaðs fólks með hjálparhunda. Einnig er óheimilt að hleypa hundum á staði þar sem matvæli eru tilreidd, meðhöndluð eða geymd, sbr. reglugerð nr. 103/2010, um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli. Staðir samkvæmt framangreindu eru meðal annars vatnsveitur, vatnsból, verndarsvæði þeirra og brunnar, almennings- og útisalerni, sorpgeymslur og sorpförgunarstaðir, fangelsi og aðrar vistarverur handtekinna manna, skólar og íþróttahús, kirkjur, kirkjugarðar, bálstofur, líkhús og líkgeymslur og söfn og gististaðir, almenningsfarartæki, þjónustustofnanir og fyrirtæki, einkarekin eða opinber, skólar og aðrar slíkar stofnanir og framleiðslu-, geymslu- og sölustaðir matvæla.

Leyfishafar skulu árlega, á tímbilinu október til nóvember, á eigin kostnað færa hunda sína til skoðunar og hreinsunar hjá dýralækni í samræmi við ákvæði XV. kafla reglugerðar nr. 941/2002, um hollustuhætti.

Leyfishafar skulu fyrir árslok ár hvert framvísa á skrifstofu hreppsins kvittun fyrir ábyrgðartryggingu og vottorði frá dýralækni um hreinsun og skoðun hunds.

4. gr.

Hunda sem ganga lausir má handsama og færa í geymslu. Sama gildir um hættulega hunda og óskráða. Tilkynna skal eigendum merktra hunda strax um töku þeirra. Teljist hundur hættulegur að mati dýralæknis eða eftirlitsmanns, er heimilt að lóga honum þegar í stað. Aðra hunda má afhenda, ef leyfi er framvísað innan sjö daga frá því að hundurinn kom í vörslu eftirlitsmanns, gegn greiðslu kostnaðar við handsömun og vörslu. Að liðnum þeim fresti er heimilt að lóga hundinum.

Um aflífun hunda fer samkvæmt ákvæði laga nr. 55/2013 um velferð dýra.

II. KAFLI

Kattahald.

5. gr.

Allir heimiliskettir skulu merktir hálsól með bjöllu, þar sem fram kemur nafn eiganda, heimili og símanúmer.

Eigendum katta og annarra gæludýra er skylt að gæta þess að þau valdi ekki nágrönnum ónæði.

Sveitarstjórn er heimilt að láta eyða ómerktum flækingsköttum, enda hafi framkvæmdin verið auglýst með áberandi hætti í sveitarfélaginu a.m.k. sjö sólarhringum áður en hún á sér stað.

Um aflífun fer samkvæmt ákvæði laga nr. 55/2013, um velferð dýra.

6. gr.

Óheimilt er að fara með kött inn í húsrými og inn á lóðir sem fjallað er um í fylgiskjali 3 með reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti, sbr. 19. gr. reglugerðarinnar. Einnig er óheimilt að hleypa köttum á staði þar sem matvæli eru tilreidd, meðhöndluð eða geymd, sbr. reglugerð nr. 103/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli. Staðir samkvæmt framangreindu eru meðal annars vatnsveitur, vatnsból, verndarsvæði þeirra og brunnar, almennings- og útisalerni, sorpgeymslur og sorpförgunarstaðir, fangelsi og aðrar vistarverur handtekinna manna, skólar og íþróttahús, kirkjur, kirkjugarðar, bálstofur, líkhús og líkgeymslur og söfn og gististaðir, almenningsfarartæki, þjónustustofnanir og fyrirtæki, einkarekin eða opinber, skóla og aðrar slíkar stofnanir og framleiðslu-, geymslu- og sölustaðir matvæla.

III. KAFLI

Eftirlit og gjaldtaka.

7. gr.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur eftirlit með samþykkt þessari.

Sveitarstjórn eða aðila á hennar vegum ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum samþykktar þessarar í Skútustaðahreppi í umboði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Leita má til aðstoðar lögreglu þegar þörf krefur vegna brota á samþykkt þessari.

8. gr.

Greiða skal árlega í sveitarsjóð leyfisgjald vegna hundahalds og setur sveitarstjórn gjaldskrá, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar, samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í gjaldskrá skal vísa til þessarar samþykktar. Sveitarstjórn skal láta birta gjaldskrá í B-deild Stjórnartíðinda. Gjaldið skal vera í samræmi við þá þjónustu sem veitt er. Gjaldið skal greiða í fyrsta sinn við skráningu hundsins og síðan árlega fyrirfram með gjalddaga 1. maí. Hafi gjaldið eigi verið greitt á eindaga fellur leyfið úr gildi.

Nytjahundar, þ.e. hundar sem menn þurfa á að halda vegna fötlunar sinnar, leitarhundar, hundar sem notaðir eru við búrekstur á lögbýlum í umdæmi sveitarstjórnar og hundar sem notaðir eru til löggæslustarfa, eru undanþegnir þessu gjaldi, en vegna þeirra skal þó greiddur kostnaður við hundahreinsun.

IV. KAFLI

Málsmeðferð og gildistaka.

9. gr.

Með brot á samþykkt þessari skal farið samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Við minni háttar brot á samþykkt þessari skal eigandi dýrsins sæta skriflegri áminningu og greiða allan kostnað er leiðir af brotinu. Sé um hundaeiganda að ræða skal gera honum ljóst að endurtekin brot varða sviptingu leyfis. Við þriðja brot skal leyfið afturkallað. Eiganda hundsins skal gefinn 10 daga frestur til að losa sig við hundinn ella verði hundinum lógað strax að loknum þeim fresti.

Sinni leyfishafi samkvæmt samþykkt þessari ekki skriflegri áminningu eða brjóti endurtekið af sér er heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra heimilt að beita hann dagsektum þar til úr er bætt eða öðrum þvingunarúrræðum í samræmi við ákvæði VI. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Leyfishafa ber ætíð að greiða kostnað er til fellur vegna brota hans á samþykkt þessari.

10. gr.

Framangreind samþykkt sveitarstjórnar Skútustaðahrepps staðfestist hér með samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, til þess að öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 5. janúar 2017.


 

 

Re

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR