Snjómokstur

 • 27. apríl 2017

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi þann13. janúar 2016 eftirfarandi reglur um snjómokstur í Skútustaðahreppi.

Vegagerðin sér um mokstur á eftirtöldum vegum:

Mokað er alla daga á:

 • Þjóðvegur 1 (norðan vatns)
 • Frá vegamótum Þjóðavegar 1 að Reykjahlíð (sunnan vatns)

Mokað er þrisvar í viku að jafnaði á eftirtöldum leiðum:

 • Grímstaðaafleggjari að ristahliði
 • Baldursheimsvegur
 • Gautlandaafleggjari
 • Grænavatnsafleggjari

Snjómokstur í Reykjahlíð er í höndum Jóns Inga Hinrikssonar ehf. Ekki er um fasta snjómokstursdaga að ræða heldur er mokað eftir þörfum. Miðað er við að stofngötur séu orðnar færar kl 08:00. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að fella niður snjómokstur ef veður eða veðurútlit er með þeim hætti. Íbúar greiða sjálfir kostnað vegna hreinsunar á bílaplönum.
 

Mokstur heimreiða

Mokað er eftir þörfum. Sveitarfélagið greiðir fyrir mokstur á heimreiðum að hámarki þrisvar í viku að jafnaði. Óski ábúendur eftir mokstri umfram það bera þeir sjálfir þann kostnað. Verktakar meta aðstæður og haga mokstri þannig að hagfelldast sé hverju sinni í samráði við ábúendur. Mokuð skal öll breidd vegar heim að bílastæðum og útihúsum. Ábúendur greiða sjálfir kostnað vegna snjómoksturs á heimaplönum, bæjarhlöðum og bílastæðum.

Eftirtaldir aðilar stunda snjómokstur á heimreiðum í sveitarfélaginu:

 • Jón Ingi Hinriksson ehf. - Reykjahlíð-Vogar
 • Þorlákur Páll Jónsson - Geiteyjarströnd-Grænavatn-Kálfaströnd-Garður-Skútustaðir-Álftagerði
 • Félagsbúið Gautlöndum - Hofstaðir-Helluvað- Arnarvatn- Vagnbrekka- Gautlönd- Litlaströnd -plan Stangaraflegg
 • Sigurður Kristjánson/Sigurbjörn Ásmundsson - Stangarafleggjari
 • Birgir Hauksson - Grímstaðir-Neslönd-Vindbelgur
 • Einar Jónsson - Haganes
 • Eyþór Pétursson - Baldursheimsafleggjarar-Heiðarafleggjari

Hálkuvarnir á þeim leiðum sem ekki eru í helmingamokstri eða á hendi vegagerðarinnar eru á verksviði sveitarfélagsins í samráði við verktaka.

Tengliður sveitarfélagsins vegna snjómoksturs og hálkuvarna er Lárus Björnsson í síma 8624163 eða á netfangið larus@myv.is

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR