SvŠ­isskipulag

  • 27. aprÝl 2017

Svæðisskipulag vegna fyrirhugaðrar nýtingar háhitasvæða í Þingeyjarsýslum var unnið vegna áforma um orkufrekan iðnað við Húsavík. Samvinnunefnd fjögurra sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar sá um gerð skipulagsins en ráðgjafar auk Teiknistofu arkitekta voru Náttúrustofa Norðausturlands og VGK-Hönnun.
Tillaga að svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum hefur verið samþykkt í samvinnunefnd og í viðkomandi sveitarstjórnum. Svæðisskipulagið var staðfest af umhverfisráðherra 16. janúar 2008.

Skipulagssvæðið er allt land sveitarfélaganna sem liggur utan afmörkunar svæðisskipulags miðhálendisins. Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um verndun og nýtingu háhitasvæða og flutningslínur rafmagns á öllu skipulagssvæðinu en meginviðfangsefni hennar er afmarkað svæði, sem nær yfir land Þeistareykja, Gjástykki, Kröflu og Bjarnarflag. Þar eru sett fram skipulagsákvæði um orkuvinnslu og mannvirki, vegi, línur og aðrar lagnir annars vegar og verndarákvæði vegna náttúrufars og minja hins vegar.


Deildu ■essari frÚtt

AđRAR S═đUR