Skipulagsmßl og framkvŠmdir

  • Sk˙tusta­ahreppur
  • 1. mars 2021

Skipulagsfulltrúi:

Skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps er Atli Steinn Sveinbjörnsson. Hann er sameiginlegur skipulagsfulltrúi með Þingeyjarsveit. Hann er íbúum til ráðgjafar um almenn skipulagsmál. Hann er til viðtals á skrifstofu Skútustaðahrepps mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11:00-12:00.

atli@skutustadahreppur.is 
Sími 464-6664

Byggingarfulltrúi: 

Byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps er Helga Sveinbjörnsdóttir. Hún er sameiginlegur byggingarfulltrúi með Þingeyjarsveit. Hún er íbúum til ráðgjafar um almenn byggingarmál. 

helga@thingeyjarsveit.is
Sími 464-3322

Skipulagsnefnd:

Meginhlutverk skipulagsnefndar Skútustaðahrepps er að móta stefnu í skipulags- og samgöngumálum fyrir sveitarfélagið með bætt búsetuskilyrði og eflingu mannlífs í sveitarfélaginu að leiðarljósi. Skipulagsnefnd fundar að jafnaði þriðja hvern þriðjudag í mánuði (sjá fundadagatal). Erindi og umsóknir sem skipulagsnefnd skal taka fyrir þurfa að berast í síðasta lagi klukkan 12:00 á fimmtudegi fyrir fund skipulagsnefndar.

 

Á vefsjá Alta má finna ýmis landfræðileg gögn og upplýsingar um gildandi landnotkunar skilyrði. Vefsjáin er í vinnslu eftir því hvernig áform um endurskoðun vindur fram.

 

Deiliskipulag nær til afmarkaðs svæðis sem myndar heildstæða einingu – hverfis, hverfishluta, götureits eða húsaþyrpingar. Þar eru sett ákvæði um byggingarheimildir og útfærslu bygginga og frágang umhverfis. Í deiliskipulagi eru settir skilmálar um mótun byggðar og umhverfis, svo sem um stærðir, staðsetningu og notkun húsa. Einnig um yfirbragð byggðar, svo sem nánar um útfærslu og hönnun bygginga og efnisnotkun. Þá er í deiliskipulagi sett ákvæði um lóðir og almannarými eins og götur, torg, leiksvæði og almenningsgarða. Byggingarleyfi og framkvæmdaleyfi skulu vera í samræmi við skipulag. Almenna reglan er að byggingaleyfi skuli byggja á deiliskipulagi, en framkvæmdaleyfi geta í tilteknum tilvikum byggt á aðalskipulagi. Nánari upplýsingar um byggingarleyfi er að finna á vef Mannvirkjastofnunar, en nánari upplýsingar um framkvæmdaleyfi má finna hér .

Á vefsjá Skipulagsstofnunar má finna þær skipulagsáætlanir sem eru í gildi. Skipulagsvefsjána má finna hér.

Samkvæmt skipulagslögum skulu skipulagsáætlanir kynntar íbúum og hagsmunaaðilum. Öll skipulagsáform sem eru í auglýsingu má finna hér.

Framkvæmdir sem falla í C flokk í lögum um mat á umhverfisáhrifum eru tilkynningarskyldar til sveitarfélagsins sem tekur ákvörðun um matsskyldu. Leyfisveiting slíkra framkvæmdaleyfa er kæranleg í skilgreindan tíma. Vefsjá á vegum Skipulagsstofnunar birtir upplýsingar um allar framkvæmdir sem falla í C flokk laga um mat á umhverfisáhrifum. Vefsjána má nálgast hér.


Deildu ■essari frÚtt

AđRAR S═đUR