Ađalskipulag 2011-2023

  • Skútustađahreppur
  • 27. apríl 2017

Hér er um að ræða Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023 sem er endurskoðun aðalskipulagsins 1996-2015, sem staðfest var 31. 12. 1997. Vinna við gerð aðalskipulagsins hófst árið 2008 og er tímaviðmiðunin áætlunarinnar 2011-2023. Vissir framreikningar ná þó til 2028. Aðalskipulagið var samþykkt í sveitarstjórn Skútustaðahrepps 21. febrúar 2013 og staðfest af Skipulagsstofnun 18. apríl 2013.

Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur að gerð deiliskipulags varðandi landnotkun, takmarkanir á landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og byggðamynstur, þ. m. t. þéttleika byggðar. Í aðalskipulagi er heimilt að setja fram nánari stefnu, svo sem um nýbyggingarsvæði eða endurbyggingarsvæði í eldri byggð eða um einstök viðfangsefni.

Skútustaðahreppur er víðfeðmt sveitarfélag um 6.200 km². Landssvæði Skútustaðahrepps nær frá Gæsafjöllum í norðri inn á Vatnajökul í suðri. Jökulsá á Fjöllum rennur eftir austurmörkunum en til vesturs afmarkast sveitarfélagið af Þingeyjarsveit og af Norðurþingi til norðurs.

Sveitar - og þéttbýlisuppdrættir 2013 (8,42 MB, 6.5.2013)

Sveitarfélagsuppdráttur 2013 (9,93 MB, 28.10.2013)

Forsendurhefti (2,12 MB, 10.1.2017)

Greinargerð (7,83 MB, 10.1.2017)

 

Tillögur í auglýsingu:

Auglýsing breyting á aðalskipulagi apríl 2016 Grímsstaðir (63,96 KB, 3.5.2016)

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR