Slökkviliđ

  • Skútustađahreppur
  • 3. apríl 2017

Slökkvilið Skútustaðahrepps og Þingeyjasveitar
Múlavegi 2, Mývatnssveit
Útkallssími 112
larus@skutustadahreppur.is
Starfsmaður slökkviliðs í Skútustaðahreppi og varaslökkviliðsstjóri er Lárus Björnsson.

Hlutverk

Lög um brunavarnir nr. 75 frá 23. maí 2000 kveða á um ábyrgðir og skyldur sveitarstjórna um brunamál þ.e. starfssemi slökkviliða, eldvarnareftirlit og forvarnir, fræðslu og ráðgjöf.  Slökkvilið Skútustaðahrepps og Þingeyjasveitar starfar samkvæmt ákvæðum sem og lögskýringum þessara laga og samþykktum þar um.

Helstu verkefnaskyldur eru:

  • Brunavarnir og eldvarnareftirlit með mannvirkjum.
  • Yfirferð teikninga og ráðgjöf.  
  • Forvarnir og fræðsla fyrir almenning.
  • Slökkviliðs-og björgunarstörf, viðbrögð við bráðatilfellum og mengunaróhöppum.  
  • Björgunar- og klippuvinna vegna umferðaróhappa og slysa.
  • Viðbrögð við vatnsleka, dælingum og öðru sambærilegu þegar þörf krefur.
  • Hlutverk í Almannavörnum.


Brunavarnaáætlanir eru gefnar út af slökkviliðsstjóra eftir leiðbeiningum Brunamálastofnunar

Brunavarnaáætlun 2020-2025

Eftirlitsáætlun 2021

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR