Reykjahlíđarskóli

  • Skútustađahreppur
  • 30. mars 2017

Sími 464 4375
reykjahlidarskoli@reykjahlidarskoli.is

Grunnskólalög nr. 91/2008

 

Reykjahlíðarskóli í Skútustaðahreppi er staðsettur í þéttbýliskjarnanum Reykjahlíð við Mývatn. Skólaárið 2017-2018 stunda 33 börn nám við skólann í 1 til 10 bekk. Skólinn er í húsnæði sem tekið var í notkun haustið 1993. Tónlistarskóli Skútustaðahrepps er í sama húsnæði í samstarfi við Tónlistarskóla Húsavíkur. Mjög góð íþróttaaðstaða er einnig til staðar, vel búið íþróttahús, þreksalur auk þess sem sparkvöllur er staðsettur við skólann.

Skólastjóri Reykjahlíðarskóla er Hjördís Albertsdóttir  hjordis@reykjahlidarskoli.is

Skóli hefst alla daga kl.08.30. Morgunmatur er kl. 09.25 og hádegismatur kl. 12.30. Kennslu lýkur alla daga kl. 15.10 nema föstudaga en þá hættum við kl.12.30. Boðið er upp á ókeypis frístundastarf, skólaakstur og frí námsgögn.

Reykjahlíðarhlíðarskóli;

  • varð skóli á grænni grein í október 2006
  • er Heilsueflandi grunnskóli
  • vinnur eftir uppeldsstefnunni Jákvæður agi

Heimasíða fyrir Reykjahlíðarskóla er í vinnslu. Slóð á eldri heimasíðu má finna hér.

 

Foreldrafélag skólanna í Mývatnssveit

Fésbókarsíða foreldrafélagsins

Ágrip af sögu Reykjahlíðarskóla

Fyrr á öldum mun það hafa tíðkast á ýmsum „betri bæjum“ í sveitinni að heimiliskennari var fenginn um stundarsakir til að segja börnum og unglingum til, auk hinnar almennu kristindómsfræðslu sem þá var aðallærdómurinn. Á fundi sem haldin var í nýstofnuðu bindindisfélagi árið 1874 var samþykkt að stofna sérstakt félag „Menntunarfélag Mývetninga“ (síðar kallað Menntafélagið) til að hlúa að menntun og framförum ungmenna í hreppnum. Áhugi var mikill því 90 manns gengu strax í félagið eða hétu því stuðningi. Félagið stóð síðan fyrir skólahaldi í 5 vetur eða til ársins 1881.

Kennt var samtals í 22 vikur og urðu nemendur alls um 60 talsins. Af ýmsum ástæðum dofnaði yfir skólahaldinu áður en yfir lauk en úrslitum réðu að líkindum kuldarnir miklu eftir 1880.

Árið 1883 var ákveðið að breyta starfsemi félagsins þannig að það færi að kaupa erlendar bækur sem gengju á milli félagsmanna. Hélst svo fram yfir 1890 en þá afhenti félagið Lestrarfélagi Mývetninga bókakost sinn.

Eftir að þinghúsið var reist á Skútustöðum árið 1897 var haldinn þar unglingaskóli flesta vetur um og eftir aldamótin. Með setningu fræðslulaganna 1907 var stofnað til farskóla í sveitinni og næstu 4 áratugina var hann til skiptis á ýmsum bæjum í sveitinni á hverjum vetri. Árið 1947 var komið á föstu skólahaldi, fyrst í Baldursheimi en næstu árin í Reykjahlíð. Þá var skólinn til nokkurra ára í prestshúsinu á Skútustöðum og frá 1955 í Skjólbrekku. Um áramótin 1962 til 63 fluttist skólinn í nýtt sérbyggt skólahúsnæði sem valinn hafði verið staður á landamerkjum Álftagerðis og Skútustaða .

Í skólanum var starfrækt heimavist allt til ársins 1977 þegar daglegur akstur hófst með alla nemendur í sveitinni. Vegna vaxandi þéttbýlis í Reykjahlíð var farið að kenna yngstu nemendum þar árið 1970 og haustið 1993 var tekið þar í notkun nýtt skólahúsnæði . Í fyrstu var kennt á báðum stöðunum en árið 1996 fluttist skólinn alfarið í Reykjahlíð. Gamla skólahúsinu hefur nú verið breytt í Hótel. (Tekið úr Árbók Ferðafélags Íslands 2006)

Árið 2007 var nafni skólans breytt úr „Grunnskóli Skútustaðahrepps“ í „Reykjahlíðarskóli“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR