Laus störf

 • Skútustađahreppur
 • 30. mars 2017

Eftirfarandi störf eru á lausu í Skútustaðahreppi:

 

Framlengdur umsóknarfrestur - Skólaliði og starfsmaður í frístund við Reykjahlíðarskóla

Skólaliða og starfsmann í frístund vantar við Reykjahlíðarskóla frá 15. ágúst, eða eftir samkomulagi, í a.m.k. 50% starf. 

Skólaliðar og starfsmenn frístundar eru þátttakandur í uppeldisstarfi skólans.

 • Þeir skulu hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og hafa skólareglur í heiðri.
 • Þeir sýna nemendum skóla gott fordæmi, eru jákvæðir, heilsuhraustir, traustir og samkvæmir sjálfum sér.
 • Þeir starfa með nemendum í leik og starfi, sjá um þrif á skólahúsnæðinu og gegna jafnframt húsvörslu.
 • Þeir starfa eftir starfslýsingu fyrir skólaliða og húsvörð við Reykjahlíðarskóla.

Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 2018.
Laun samkvæmt kjarasamningi Framsýnar.
Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.

Frekari upplýsingar gefur Sólveig Jónsdóttir skólastjóri. Sími 464-4375

Tölvupóstur: soljon@reykjahlidarskoli.is

Laust starf við Leikskólann Yl 

Leikskólakennari eða aðili með sambærilega menntun óskast við leikskólann Yl í Mývatnssveit hið fyrsta. Möguleiki er á húsnæði ef viðkomandi hefur góð meðmæli. Um er að ræða 100% stöðu og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.

Menntunar og hæfniskröfur

 • Leyfisbréf leikskólakennara eða menntun sem nýtist í starfi
 • Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
 • Góð færni í samvinnu, samskiptum og teymisvinnu
 • Áhugi á starfi með börnum skylirði
 • Áhugi á starfsþróun og nýjum fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
 • Jákvæðni og sveigjanleiki

Einnig vantar afleysingu í 100% stöðu strax. Menntun æskileg en ekki skylda.

Leikskólinn Ylur er með 32 börn. Stefna leikskólans er Lífsleikni sem byggir á dygðakennslu. Verið er að hefja innleiðingu á Heilsueflandi leikskóla, Jákvæðum aga og Karellen leikskólakerfinu svo eitthvað sé nefnt. Mikil uppbygging í gangi og skemmtileg verkefni framundan.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri í síma 8219404. Upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu Skútustaðahrepps. Skila þarf umsóknum ásamt ferilskrá á skrifstofu Skútustaðahrepps eða senda á netfangið ingibjorg@skutustadahreppur.is

 

Heimaþjónusta - Hlutastarf

Skútustaðahreppur leitar að starfskrafti í hlutastarf til að sinna heimilishjálp í Mývatnssveit.  

Um er að ræða eitt heimili, einu sinni í viku og er vinnutími eftir samkomulagi.

Laun eru greidd skv. samningum Framsýnar og Launanefndar sveitarfélaga.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Skútstaðahrepps í síma 464-4163.  

Umsóknir skulu berast á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðarvegi 6 660 Mývatn eða á netfangið alma@skutustadahreppur.is 

 

Eyðublöð er hægt að nálgast hér.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR