Laus störf

  • 30. mars 17

Eftirfarandi störf eru á lausu í Skútustaðahreppi.

Eyðublöð er hægt að nálgast hér.

Umsjónaraðili Skjólbrekku

Félagsheimilið Skjólbrekka auglýsir eftir umsjónaraðila. Um tímavinnu er að ræða.

Umsjónaraðili hefur umsjón og eftirlit með félagsheimilinu í tengslum við viðburði á vegum sveitarfélagsins eða sem sveitarfélagið hefur leigt þriðja aðila og tekur á móti leigutökum og heldur utan um þrif o.fl. samkvæmt starfslýsingu.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Skútustaðahrepps.

Umsóknir skal senda á thorsteinn@skutustadahreppur.is.

Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Skútustaðahrepps (Stjórnsýsla-Eyðublöð).

 

Laust starf við heimilishjálp

Skútustaðahreppur leitar eftir starfskrafti í hlutastarf til að sinna heimilishjálp í Mývatnssveit.

Vinnutími er eftir samkomulagi.

Laun greidd skv. samningum Framsýnar og Launanefndar sveitarfélaga.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Skútstaðahrepps í síma 464-4163
Umsóknir skulu berast á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðarvegi 6 660 Mývatn eða á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is

 

Leikskólinn Ylur í Mývatnssveit leitar eftir starfsmanni

Leikskólakennari eða aðili með sambærilega menntun óskast við leikskólann Yl í Mývatnssveit. Um er að ræða 100% stöðu frá og með 30. júlí 2018. Umsóknarfrestur er til 1. júní næstkomandi. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri í síma 8219404. Upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu Skútustaðahrepps. Skila þarf umsóknum ásamt ferilskrá á skrifstofu Skútustaðahrepps eða senda á netfangið  ingibjorg@skutustadahreppur.is 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR