52. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 8. mars 2017

52. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 8. mars 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskar varaoddviti, sem stýrir fundi, eftir því að bæta við einu máli á dagskrá með afbrigðum:
1703006 - Samgönguáætlun - Ályktun
Samþykkt samhljóða að bæta málinu á dagskrá undir dagskrárlið 13.

1. Lögreglusamþykkt: Endurskoðun – 1612020

Sveitarstjórn ákvað við fyrri umræðu um nýja lögreglusamþykkt á fundi sínum 8. febrúar síðastliðinn að birta hana á heimasíðu hreppsins og óska eftir athugasemdum frá íbúum Skútustaðahrepps fyrir seinni umræðuna.
Alls bárust fimm athugasemdir; frá Hjördísi Finnbogadóttur, Leifi Hallgrímssyni, stjórn Fjöreggs, Garðari Finnssyni og Birki Fanndal.
Sveitarstjórn þakkar fyrir innsendar athugasemdir og mun taka þær til athugunar fyrir seinni umræðuna sem fram fer á næsta sveitarstjórnarfundi.

2. Staða fráveitumála – 1701019

Frá síðasta sveitarstjórnarfundi hefur sveitarstjórn m.a. sent frá sér fréttatilkynningu vegna umfjöllunar um fráveitumál í fjölmiðlum, skrifað grein í Fréttablaðið, sveitarstjóri hefur átt fund með Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirliti Norðausturlands, sent erindi til fjármálaráðherra og síðasta mánudag sat sveitarstjóri fund með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun frá 21. febrúar síðastliðnum um mat fráveituframkvæmda sem beinist að öllum þéttbýlum inn til landsins til að gefa skýrari mynd af áskorunum sveitarfélaga sem ekki losa skólp til sjávar, með hliðsjón af sértæku álagi, vernd og kröfum. Gefin eru stig/einkunnir fyrir mismunandi þætti eins og áhrif ferðamanna, ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa, verndarstöðu og nýtingu. Niðurstaða þessa mats er að brýnasta þörf á aðgerðum er í Skútustaðahreppi:
1. Skútustaðahreppur, Reykjahlíð, Mývatn: 58 stig.
2. Skútustaðahreppur, dreifbýli (vatnasvið Mývatns): 58 stig.
3. Bláskógabyggð, dreifbýli (vatnasvið Þingvallavatns): 40 stig.
Þrjú sveitarfélög eru með 36 stig, önnur mun minna.
Mat Umhverfisstofnunar undirstrikar enn frekar sérstöðu Mývatns.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ítrekar enn og aftur að frá 2014 hefur hún lagt ríka áherslu á fráveitumál í sveitarfélaginu og átt frumkvæði að samstarfi stjórnvalda um málefnið. Jafnframt að ríkisvaldið komi með fjármagn í fráveituframkvæmdir á grunni verndarlaganna um Mývatn og Laxá sem og til frekari rannsókna en eins og segir í 9. gr. verndarlaganna: "Kostnaður við framkvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum."
Að mati sveitarstjórnar Skútustaðahrepps er boltinn því hjá ríkisvaldinu en sveitarstjórn mun halda áfram að vinna að framgangi málsins.

3. Skútustaðahreppur: Skipurit - 1702023

Í tengslum við gerð mannauðsstefnu sveitarfélagsins lagði sveitarstjóri fram drög að skipuriti fyrir Skútustaðahrepp sem tekur mið af núverandi skipulagi. Þar er starfseminni skipt í fjóra málaflokka:
Fjármál- og stjórnsýsla.
Félags-, menningar-, æskulýðs- og íþróttamál.
Fræðslumál.
Umhverfis-, skipulags- og byggingamál.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

4. Skútustaðahreppur: Skiltamál - 1703003

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa í samstarfi við skipulagsnefnd, Umhverfisstofnun og Vegagerðina að endurskoða fyrirkomulag upplýsingaskilta í sveitarfélaginu.

5. Skútustaðahreppur: Stefnumótun í málaflokkum - 1702025

Nú er unnið að stefnumótun í ferðaþjónustu, umhverfismálum, mannauðsmálum auk lögreglusamþykktar. Lögð fram tillaga um að fara í stefnumótun í eftirfarandi málaflokkum:
- Skólastefna (fyrir öll skólastig). Umsjón: Skólanefnd.
- Fjölskyldustefna (lýðheilsa, heilsueflandi samfélag, íþróttir, tómstundir, menningarmál og forvarnir). Umsjón: Félags- og menningarmálanefnd.
- Stefna í málefnum aldraðra. Umsjón: Félags- og menningarmálanefnd.
- Atvinnumálastefna. Umsjón: Atvinnumálanefnd.
- Stefna í skjala- og vefmálum. Umsjón: Sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og vísar til viðkomandi nefnda sem bera ábyrgð á framkvæmd þeirra. Jafnframt leggur sveitarstjórn áherslu á að haft verði samráð við sem flesta, t.d. með íbúafundum. Stefnumótunin verði tilbúin 20. september næstkomandi.

6. Reykjahlíðarskóli: Frístundastarf - 1702012

Lagðar fram umsagnir foreldra/forráðamanna varðandi drög að starfsemi fyrirhugaðs frístundastarfs við Reykjahlíðarskóla næsta haust. Alls bárust 11 umsagnir og eru þær flestar jákvæðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og skólastjóra í samstarfi við skólanefnd að útfæra frístundastarfið í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og þær umsagnir sem bárust.

7. Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023: Stefnumótun í ferðaþjónustu - 1702024

Vegna nýrrar stefnumótunar í ferðaþjónustu í Skútustaðahreppi sem unnið hefur verið að undanfarin tvö ár felur sveitarstjórn skipulagsnefnd að annast málsmeðferð vegna breytinga á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 eins og 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Breytingin á aðalskipulagi skal miðast við það að gerður verði viðauki við gildandi aðalskipulag þar sem innleiddur verði nýr kafli um stefnumörkun í ferðaþjónustu með áherslu á að stýra því í hvaða farveg ferðaþjónustan og uppbygging hennar fer, í sátt og samlyndi við íbúa, náttúruna og hagsmunaaðila. Samið hefur verið við ráðgjafafyrirtækið Alta til að halda utan um þessa vinnu.

8. Upplýsingagjöf til ferðamanna - 1612032

Framhald frá 49. fundi sveitarstjórnar. Í ljósi breytinga hjá Mývatnsstofu ehf. lagði sveitarstjórn áherslu á að upplýsingagjöf til ferðamanna verði fram haldið í Mývatnssveit. Sveitarfélagið hafði frumkvæði að fundi með Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarði og Landgræðslunni vegna málsins í febrúar s.l. Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra Umhverfisstofnunar er gert ráð fyrir því að upplýsingamiðstöðin í Mývatnsstofu verði mönnuð frá og með miðjum mánuðinum.

9. Karlakórinn Hreimur: Styrkbeiðni - 1703002

Auglýsingabeiðni frá karlakórnum Hreimi vegna útgáfu söngskrár 2017.
Sveitarstjórn samþykkir að kaupa auglýsingu í söngskrá karlakórsins Hreims fyrir 25.000 kr. sem bókast á lykil 21-41-4070 og rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

10. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð skipulagsnefndar frá 27. febrúar 2017. Fundargerðin er í fimm liðum.
Liður 1. Hofstaðir. Tillaga að deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna þar sem komið hefur verið til móts við innkomnar athugasemdir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Liður 2. Vogar 1. Breyting á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna gildistöku breytingartillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Liður 3. Deiliskipulag Bjarnarflagsvirkjunar. Breytt afmörkun vegna fyrirhugaðrar stækkunar Jarðbaðanna.
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfultrúa málsmeðferð vegna breytingar á skipulagsmörkum Bjarnarflagsvirkjunar eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um (grenndarkynning).
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

11. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

12. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. febrúar 2017 lögð fram.

13. Samgönguáætlun - ályktun – 1703006

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps lýsir yfir miklum vonbrigðum með boðaðan niðurskurð í samgönguáætlun og tekur undir bókun stjórnar Samtaka
ferðaþjónustunnar um málið þar sem segir:

“Það er með ólíkindum að þeim nauðsynlegu samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir sé nú enn og aftur ýtt út af borðinu. Sem dæmi má nefna Dettifossveg. Þær framkvæmdir hafa ítrekað verið slegnar af á sama tíma og meðaltalsaukning umferðar um svæðið er umtalsvert meiri en gengur og gerist á Íslandi. Þá á dreifing og álagsstýring ferðamanna á svæðinu mikið undir að Dettifossvegur verði greiðfær allan ársins hring.”

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps leggur jafnframt ríka áherslu á að samhliða uppbyggingu vegakerfisins verði fjármögnuð nauðsynleg uppbygging innviða og rekstur þeirra tryggður.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020