Um Mřvatn

  • 29. mars 2017

Mývatn er fjórða stærsta vatn landsins, 36,5 km2. Það er í 277 m. hæð y.s. vogskorið, með mörgum hólmum og eyjum, yfir 40 talsins. Mývatn er grunnt, mesta dýpi aðeins um 5 metrar. Við Mývatn er talið að fleiri andartegundir séu en á nokkrum öðrum stað á jarðríki. Annað fulglalíf er einnig verulega fjölskrúðugt. Náttúrufergurð við Mývatn er einstök. Mikill straumur ferðafólks er til Mývatns að sumarlagi. Margir hafa á orði að Mývatn sé ekki síður tilkomumikið að vetri til. Nokkrir staðir við Mývatn draga sérstaklega að sér ferðamenn. Má þar nefna Dimmuborgir, Höfða, Hverfjall/Hverfell, Leirhnjúk/Kröflu, gervigígana við Skútustaði, hverina austan Námaskarðs, Grjótagjá og áfram mætti telja.

Úr Mývatni rennur Laxá, ein gjöfulasta og eftirsóttasta veiðiá landsins. Í Mývatn rennur aðeins Grænilækur úr Grænavatni á yfirborði. Mest allt það vatn sem í Mývatn rennur fellur til neðan jarðar, bæði heitt og kalt.

Mývatn dregur nafn af mývargi, sem mörgum er til ama. Mýið er tvenns konar, þ.e.bitmý og rykmý. Tegundirnar eru hins vegar fjölmargar. Hætt er við að náttúrufar væri með öðrum hætti ef ekkert mý væri til staðar, þar sem mýið er stór hluti fæðu ýmissa fugla sem og silunga.

Þrátt fyrir að Mývatn sé uppi á hálendi hefur sveitin verið  fjölbyggð frá öndverðri byggð Íslands. Eflaust hefur mestu skipt hversu gjöfult vatnið hefur verið um aldir.


Deildu ■essari frÚtt

AđRAR S═đUR