53. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 29. mars 2017

53. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 22. mars 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

1. Lögreglusamþykkt: Endurskoðun - 1612020

Lögð fram til seinni umræðu drög að lögreglusamþykkt fyrir Skútustaðahrepp. Á milli umræðna gafst íbúum tækifæri til að senda inn athugasemdir og bárust frá fimm aðilum:

Athugasemdir/umsagnir

Svör sveitarstjórnar

Athugasemd við 5. gr. um fjölmenni á almannafæri t.d. við biðstöðvar almenningsvagna verði tekin út

Fallist er á athugasemdina og 5. grein tekin út. Númer annarra greina uppfærast sem því nemur.

 

Athugasemd við 8. gr. um meðferð vatns

Gefur ekki ástæðu til breytinga.

Athugasemd við 9. gr. um að óheimilt verði að sprauta eða pensla málningu á náttúruna

 

Tekið er á þessu ákvæði í 71. gr. náttúruverndarlaga þar sem segir: „Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar og varða refsingu skv. 90. gr.“

Athugasemd við 9. gr. um skiltamál

Gefur ekki ástæðu til breytinga.

Athugasemdir við 10. og 17. grein, hver beri ábyrgð að fylgja þeim eftir t.d. með sektum

 

Samkvæmt 7. gr. laga um lögreglusamþykktir er það á ábyrgð lögreglustjóra að „láta gera það eða gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hindra að vanrækslan valdi tjóni“. Athugasemdinni verður komið á framfæri við lögreglustjóra.

Athugasemd við 10. grein að því verði bætt við að eigi megi gista í bílum

Fallist er á athugasemdina og bætt við orðinu „bíll“ við 10. grein.

Athugasemd við 12. grein að skotveiðar á Mývatni eða í grennd Mývatns ættu að vera óheimilar með öllu

Tekið er á þessu í verndaráætluninni fyrir Mývatn og Laxá. Ábendingunni verður komið á framfæri í tengslum við endurskoðun áætlunarinnar.

Almennar ábendingar varðandi 14., 15. og 18. grein

Sveitarstjórn þakkar góðar ábendingar.

Athugasemd við 16. gr. að bætt verði við orðinu „landeiganda“ þannig að enginn má án leyfis húsráðanda og/eða landeigenda láta fyrir berast á lóðum hans eða landi

Fallist er á ábendinguna og bætt verður við „og/eða landeigenda“ við 16. grein

 

Athugasemd við 18. gr. um að banna allt þyrluflug yfir Mývatn og næsta nágrenni þess

 

Tekið er á þessu í verndaráætluninni fyrir Mývatn og Laxá. Ábendingunni verður komið á framfæri í tengslum við endurskoðun áætlunarinnar. Þá gilda lög um loftferðir 60/1998 og reglugerð um almannaflug þyrlna 695/2010

Athugasemd við 21. grein um að ákvæði um hjálma ætti við um alla án tillits til aldurs

 

 

Tekið er á þessu að hluta í reglugerð 631/1999 um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar barna. Lögreglusamþykktin uppfærð í samræmi við reglugerðina, þ.e. að barn yngra en „15 ára“ skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar, hjólabretti o.s.frv.

Athugasemd við að niðurlag 10. greinar sé of íþyngjandi miðað við núverandi lög og reglur

 

 

 

 

Samþykkt að breyta niðurlaginu þannig að síðasta málsgreinin verði: „Eigi má gista í alfaraleið innan lögsagnarumdæmis Skútustaðahrepps utan sérmerktra svæða svo sem í tjöldum, bílum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum, nema annað sé tekið fram í sérreglum og lögum.“

Ábending varðandi 24. gr. um gististaði

Tekið er á þessu í reglugerð um gististaði.

Athugasemd við 29. gr. um að sett verði inn ákvæði að öll lausaganga búfjár ætti að vera óheimil

Samþykkt að breyta niðurlagi 29. greinar þannig: „Lausaganga búfjár í Reykjahlíðarþorpi er bönnuð. Annars staðar í Skútustaðahreppi er lausaganga búfjár samkvæmt vegalögum og lögum um búfjárhald o.fl.“Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum. Samþykktin tekur gildi að fenginni staðfestingu dómsmálaráðherra og að lokinni birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

2. Staða fráveitumála - 1701019

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 10. mars 2017 þar sem lögð er fram krafa um tímasetta áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið muni taka í notkun skólphreinsivirki fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem fullnægir kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa, eða hvort sveitarfélagið muni fremur notast við lokað fráveitukerfi. Tímasett áætlun um úrbætur skal berast nefndinni ekki seinna en 17. júní 2017. Jafnframt hefur sveitarfélagið svigrúm til að koma athugasemdum á framfæri varðandi kröfu Heilbrigðisnefndar um úrbótaáætlun.
Sveitarfélagið mun leggja fram úrbótaáætlun fyrir fyrrgreindan tíma en með þeim fyrirvara og athugasemdum að hún er algjörlega háð fjármögnun frá ríksivaldinu eins og sveitarstjórn hefur ítrekað bókað á síðustu sveitarstjórnarfundum. Kröfur um úrbætur í fráveitumálum er eins og Heilbrigðiseftirlitið vísar til, má að verulegu leyti rekja til verndarlaganna um Mývatn og Laxá, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 665/2012. Í 9. gr. laganna kemur fram: "Kostnaður við framkvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum."
Ákvæði verndarlaganna stefndu ekki að því í upphafi að leggja auknar fjárhagslegar byrðar á Skútustaðahrepp, en sýnt er að slíkar kröfur eru komnar fram. Þær eru íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess og verður að skoða út frá jafnræðissjónarmiðum og þeim grundvallar hagsmunum sem liggja að baki verndarlögunum. Vernd Mývatns má rekja til einstakrar stöðu vatnsins og alþjóðlegra skuldbindinga ríkisins gagnvart svæðinu. Kröfur um gerð úrbótaáætlunar eru því einnig málefni sem varðar ríkið.
Sveitarstjórn ítrekar þá beiðni að Heilbrigðiseftirlitið sinni leiðbeiningarskyldu sinni og haldi sem fyrst sameiginlegan upplýsingafund með sveitarfélaginu og rekstraraðilum í Mývatnssveit sem hafa fengið sambærileg bréf, til þess að svara ýmsum spurningum sem lúta að hreinsun á skólpi á vatnasviði Mývatns og Laxár með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa. Markmiðið hlýtur að vera að eiga sem best samstarf um þetta mikilvæga málefni.

3. Reykjahlíðarskóli: Útboð á skólaakstri - 1703010

Samningar um skólaakstur fyrir Reykjahlíðarskóla renna út í vor. Þá hefur borist erindi um hvort til greina komi að bjóða upp á akstur fyrir leikskólabörn gegn gjaldi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og skólastjóra að leggja fram tillögu um áframhaldandi tilhögun skólaaksturs í samræmi við nemendafjölda næstu misserin og jafnframt að skoða möguleika með akstur leikskólabarna í samráði við leikskólastjóra.

4. Reykjahlíðarskóli: Málningavinna - 1703005

Alls bárust tvö tilboð í verðkönnun á utanhússmálingavinnu á Reykjahlíðarskóla:
1. Málarameistararinn þinn ehf. og SNS málun ehf. Tilboðsupphæð: 10.414.200 kr.
2. Sæmundur, Snow Dogs. Tilboðsupphæð 3.928.700.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Sæmundar, Snow Dogs.

5. Alþingi: Umsögn um frumvarp um tekjustofna sveitarfélaga - 1703011

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, 120. mál. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði um lágmarksútsvar sveitarfélaga verði afnumið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

6. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

7. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. frá 13. mars 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 5 liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

8. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 10. mars 2017 lögð fram.

9. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð frá 293. stjórnarfundi Eyþings frá 15. mars 2017 lögð fram.
Sveitarstjórn staðfestir eftirfarandi tilnefningar Skútustaðahrepps í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum til fjögurra ára:
Guðrún María Valgeirsdóttir
Sigurður Böðvarsson

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020