Grćnfáni

 • Reykjahlíđarskóli
 • 20. ágúst 2018

Reykjahlíðarskóli leggur áherslu á að nemendur og starfsfólk beri virðingu fyrir umhverfinu og leggi sitt að mörkum til að vernda það og náttúruna. Til að framfylgja því tekur skólinn þátt í verkefninu Skóli á grænni grein, sem er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. 
Markmið verkefnisins er að:
• bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
• efla samfélagskennd innan skólans.
• auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan. 
• styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða    nemendur.
• veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
•  efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
• tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning. 
 

Umhverfisnefnd Grænfánaverkefnis 2019 - 2020

Fulltrúar nemenda:

Fyrir 1. -  2. bekk Þórhildur Jökla, til vara Bjartur

Fyrir 3. - 4. bekk Amelia Ásdís, til vara Aron Dagur

Fyrir 5. -  7. bekk Benedikt Þór, til var Íris Ósk

Fyrir 8. - 10. bekk  Bárður Jón, til vara Nicolas Örn

Fulltrúi foreldra: 

Fulltrúar skólans: Arnheiður Rán Almarsdóttir, Auður Jónsdóttir og Sigríður Sigmundsdóttir.

 

Fundagerðir Grænfána

Fundur Grænfána 6. febrúar 2013

Fundur Grænfána 10. febrúar 2014

Fundur Grænfána 12. mars 2014

Fundur Grænfána 18. nóvember 2014


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Unicef hlaupiđ

 • Skólafréttir
 • 23. maí 2019

Vortónleikar Tónlistarskóla Mývatnssveitar

 • Skólafréttir
 • 10. maí 2019

Sundkennslan

 • Skólafréttir
 • 8. apríl 2019

Skíđaferđ á morgun ţriđjudag 9. apríl

 • Skólafréttir
 • 8. apríl 2019

Jólakveđja

 • Skólafréttir
 • 20. desember 2018

Bókastund mánudaginn 10. des í Skjólbrekku

 • Skólafréttir
 • 6. desember 2018

Kveikt á jólatrénu viđ skólana

 • Skólafréttir
 • 3. desember 2018

Sögustund međ nemendum

 • Skólafréttir
 • 19. september 2018